Þingiðn svarar fyrir sig

Veruleg óánægja er meðal félagsmanna Þingiðnar um ákvörðun Félags málmiðnarmanna á Akureyri að valta yfir félagssvæði Þingiðnar með því að stækka félagssæðið yfir félagssvæði Þingiðnar. Að sjálfsögðu eru þetta stór undarleg vinnubrögð svo ekki sé meira sagt. Þingiðn hefur nú ákveðið að gera breytingar á félagssvæðinu með að að markmiði að útvíka það í takt við önnur félög innan Samiðnar sem farið hafa þá leið og stækka sín félagssvæði, jafnvel yfir önnur félagssvæði stéttarfélaga innan Samiðnar. Félagið taldi því rétt að svara þessu með því að gera Ísland allt að félagssvæði Þingiðnar. Erindi þess efnis hefur verið komið til Alþýðusambands Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegna yfirgangs annarra félaga innan Samiðnar hefur Þingiðn ákveðið að stækka félagssvæðið og gera Ísland allt að félagssvæði félagsins. Formaður og varaformaður Þingiðnar hafa fundað stíft með stjórn félagsins um skipulagsmál undanfarið. Niðurstaðan liggur fyrir, það er að gera breytingar á félagssvæðnu í takt við önnur iðnaðarmannafélög innan Samiðnar.

 

 


 

Deila á