Athyglisverðar yfirlýsingar hjá frambjóðendum

Einstaka stjórnmálaflokkar hafa gert mikið úr stöðu mála í þjóðfélaginu, það er að verðlag hafi farið niður á sama tíma og laun hafi hækkað. Þá hefur einnig verið komið inn á að atvinnuleysið hafi minkað á undanförnum árum, það er frá hruni. Allt er þetta rétt en er verið að segja alla söguna? Vita menn að atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki á Íslandi eða um kr. 217.000  á mánuði m.v. fullar atvinnuleysisbætur. Vita menn að þáverandi ríkistjórn skar niður bótarétt fólks um 6 mánuði. Vita menn að laun hafa vissulega hækkað, ekki síst laun alþingismanna sem hafa hækkað um 68,4% frá árinu 2013 til ársins 2016. Á sama tíma hækkuðu laun launþega innan ASÍ um 25,4%. Innan raða aðildarfélaga ASÍ er meðal annars verkafólk á lágmarkslaunum. Af hverju segja menn ekki frá þessu líka þegar verið er að tala um hækkun launa og minnkandi atvinnuleysi á síðustu árum?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklar umræður urðu á þingi Starfsgreinasambands Íslands í síðustu viku um ójöfnuð í þjóðfélaginu sem endurspeglast ekki síst í mismunandi launahækkunum til fólks á undanförnum árum og þá hafa atvinnuleysisbætur setið eftir auk þess sem bótarétturinn var skertur.

Deila á