Á nýloknu þingi Starfsgreinasambands Íslands voru samþykktar nokkrar ályktanir en 135 fulltrúar þeirra 19 aðildarfélaga sem eiga aðild að SGS sátu fundinn. Þar af voru fjórir fulltrúar frá Framsýn og einn frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Unnið var í nokkrum nefndum inni á þinginu en málefnanefndirnar voru tvær: Kjara- og atvinnumálanefnd og Húsnæðis- og velferðarnefnd. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö árin og sömuleiðis starfsáætlun en í ljósi góðrar stöðu sambandsins var skatthlutfall aðildarfélaganna lækkað. Þá var sérstaklega fjallað um reglur varðandi félagsaðild og hugsanlega samræmingu reglna á milli sjúkrasjóða.
Þingið samþykkti svohljóðandi málefnaályktanir:
Ályktun um húsnæðis- og velferðarmál
Ályktun um fjölskylduvænna samfélag