Skipulagsmál til umræðu hjá Þingiðn

Þingiðn stóð fyrir félagsfundi í gær um skipulagsmál. Mikil óánægja er með ákvörðun Félags málmiðnarmanna á Akureyri að gera félagssvæði Þingiðnar að sínu. Einn fundarmanna talaði um stríðsyfirlýsingu félagsins á Akureyri. Gestir fundarins voru Hilmar Harðarson formaður Samiðnar og Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar. Þrátt fyrir að boðað væri til fundarins á sama tíma og landsleikur Íslands og Kósóvó gáfu nokkrir sér tíma til að mæta á félagsfundinn um skipulagsmál. Eftir fjörugan fund var samþykkt að stjórn Þingiðnar fundi í næstu viku og ákveði framhald málsins og hvað félagið gerir í stöðunni varðandi félagssvæðið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veruleg óánægja er meðal félagsmanna Þingiðnar um ákvörðun Félags málmiðnarmanna á Akureyri að valta yfir félagssvæði Þingiðnar en félagið á Akureyri hefur stækkað félagssæðið yfir félagssvæði Þingiðnar. Að sjálfsögðu eru þetta stór undarleg vinnubrögð svo ekki sé meira sagt.

Deila á