Framsýn-ung áberandi á þingi AN

Framsýn átti magnaða fulltrúa á þingi Alþýðusambands Norðurlands sem haldið var á Illugastöðum í lok september. Af þrettán fulltrúum félagsins voru þessar þrjár glæsilegu stúlkur. Þetta eru þær Eva Sól, Laufey Ása og Sigurbjörg Arna. Þær voru duglegar að taka þátt í hópastarfi auk þess sem Eva Sól og Sigurbjörg Arna voru með erindi á þinginu. Framsýn leggur mikið upp úr því að virkja ungt fólk til starfa í félaginu, það er yngra en 35 ára. Áhugasömum  er bent á að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Hér má  sjá myndir frá þinginu af stöfum unga fólksins.

Deila á