Vilt þú gefa kost á þér til starfa fyrir Framsýn-UNG

Innan Framsýnar er starfandi Ungliðaráð Framsýnar sem skipað er til eins árs í senn. Skipunin skal fara fram á fundi stjórnar- og trúnaðarráðs félagsins í október á hverju ári.
Ungliðaráðið skal skipað fjórum félagsmönnum á aldrinum 16-35 ára. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum formanns, ritara og tveggja meðstjórnenda. Leitast skal við að kynjaskiptingin sé jöfn í ráðinu. Ungliðaráðið skal starfa á vettvangi Framsýnar undir heitinu FRAMSÝN-UNG. Ungliðaráðið skal starfa náið með stjórn og trúnaðarráði Framsýnar að þeim málefnum sem aðilar ákveða að vinna að hverju sinni með sérstaka áherslu á málefni ungs fólks. Það er að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun Framsýnar- stéttarfélags.Þá skal ungliðaráðið vera tengiliður Framsýnar við starf ungliða á vettvangi ASÍ á hverjum tíma.

Þeir sem vilja taka þátt í þessu starfi og leggja sitt að mörkum til að bæta stöðu ungs fólks er vinsamlegast beðið um að hafa samband við formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson á netfangið kuti@framsyn.is

 

Deila á