Nýbyggingar á Húsavík

Óvenju mikið er um nýbyggingar á Húsavík um þessar mundir. Uppgangur er á svæðinu og sést það greinilega á þessu, sérstaklega aukningu í byggingu á íbúðarhúsnæði. Þar vegur þyngst húsin sem byggð eru í Holtahverfi sem reist eru í tengslum við verksmiðju PCC á Bakka. Þess utan eru nokkrir einstaklingar að byggja sér íbúðarhúsnæði.

Rétt er einnig að minnast á byggingu Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða en þar eru framkvæmdir í fullum gangi og stefnt á opnun á næsta ári.

Hér að neðan eru myndir af framkvæmdum við nýbyggingar á Húsavík.

Deila á