Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, fór í heimsókn í vikunni í ÚA sem rekur fiskþurrkun í Reykjadal sem áður bar nafnið Laugafiskur. Að venju var mikið að gera og starfsmenn gáfu sér varla tíma til að líta upp frá vinnunni. Í máli þeirra kom fram að vöntun er á starfsfólki til starfa. Formaður Framsýnar átti gott spjall við starfsmenn og borðaði með þeim morgunverð.