Vilt þú vera fulltrúi Framsýnar á þingi AN?

  1. þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið að Illugastöðum í Fnjóskadal 29. og 30. september 2017. Framsýn á rétt á 30 fulltrúum á þingið. Félagið hefur ákveðið að biðla til áhugasamra félagsmanna sem vilja gefa kost á sér á þingið sem verður bæði fræðandi og skemmtilegt. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann félagsins, Aðalstein Árna Baldursson fyrir næsta mánudag. Netfangið er kuti@framsyn.is.

 

Dagskrá 35. þings Alþýðusambands Norðurlands

Föstudagur 29. september 2017

10:00     Setning þingsins

Skýrsla stjórnar

Skipun starfsnefnda þingsins

Helstu málefni þingsins verða vinnumarkaðsmál, menntamál, jafnréttismál og velferðarmál.

Skipun kjörbréfanefndar

 

10:30        Vinnumarkaðurinn – fortíð – nútíð – framtíð.                         

                    Fækkun starfa og menntunarþörf

                    Róbert Farestveit hagfræðingur hjá ASÍ

 11: 00 – 11.10 Kaffihlé

                    11:10        Raunheimar tækninnar –

                    Andri Már Helgason  frá Advania

 11:40       Mikilvægi menntunar  á vinnumarkaði

                 Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri hjá Símey      

 12:10       Hádegisverður (súpa og brauð)

 

12:40     Hlutverk og gildi kjarasamninga á breyttum vinnumarkaði.

                   Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ

 13:10      Er verkalýðshreyfingin fyrir ungt fólk á vinnumarkaði? Raddir framtíðar.

                Hvað segja þeir sem landið munu erfa? Þingeyskir og Eyfirskir ungliðar                                                                                                                                                                                                                                  

 13:30 :13:40  Kaffihlé

 13:40   Kvennastörf – karlastörf. Er jafnrétti til staðar á vinnumarkaði í dag?

                  Tryggvi Hallgrímsson  frá Jafnréttisstofu

                14: 10    Önnur mál

14:20    AN 70 ár

                 Hákon Hákonarson flytur stutta samantekt um sögu AN.

 14:50 – 15:20  Kaffihlé

15:20    Skipting í vinnuhópa – Málefnahópar – Vinnumarkaðsmál – menntamál,                       

                 jafnréttismál og velferðarmál.  Eyrún Valsdóttir stjórnar vinnuhópum.

 17: 00   Hlé

            20:00      Kvöldverður og kvöldvaka, gaman saman

 Laugardagur 30. september 2017

 09:00 – 10:00  Morgunverður

 10:00      Afgreiðsla og ályktanir

Niðurstaða tillagna frá málefnanefndum og stjórn kynntar og lagðar fram til umsagnar og afgreiðslu.

Ályktanir þingsins.

10:45         Ársreikningar 2015 og 2016

Fjárhagsáætlun 2017-2018

11:10     Kosningar

 11:15     Önnur mál

 11:30     Þingslit

                 Hádegisverður

 Nefndir á þinginu:

Gert er ráð fyrir að fjórar nefndir starfi á þinginu og fjalli um vinnumarkaðsmál, velferðarmál, menntamál og jafnréttismál.

Á þinginu mun stjórn sambandsins flytja tillögu um fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2018 og næstu stjórn, varastjórn og skoðunarmenn reikninga.  Jafnframt mun stjórnin sjá um vinnslu og afgreiðslu kjörbréfa.

 

Fulltrúafjöldi á þingið:

Samkvæmt lögum Alþýðusambands Norðurlands hefur hvert aðildarfélag rétt á að senda 1 fulltrúa fyrir allt að 100 félagsmenn og síðan 1 fulltrúa fyrir hvert hundrað félagsmanna eða brot úr hundraði, ef það nemur hálfu hundraði eða meiru. Tala varafulltrúa fer eftir sömu reglum. Fulltrúatala miðast við tölu félagsmanna 1. janúar 2017.

Æskilegt er að aðildarfélög sendi upplýsingar um fulltrúa á þinginu (kjörbréf) á okkah@hotmail.com a.m.k. viku fyrir þing.

 

Allar nánari upplýsingar um þingið veita:

 

  • Ósk Helgadóttir    formaður AN                              okkah@hotmail.com      8626073

 

  • Jóhann Sigurðsson varaformaður AN                     johann@fma.is                8480881

 

Stjórn Alþýðusambands Norðurlands skipa :

Ósk Helgadóttir

Jóhann Sigurðsson

Jón Ægir Ingólfsson

Varastórn:

Anna Júlíusdóttir

Agnes Einarsdóttir

Vigdís Elva Þorgeirsdóttir

 

 

 

Deila á