Skrifað undir í dag

Rétt í þessu skrifuðu fulltrúar Framsýnar, stéttarfélags og Fjallalambs undir samning um kaup og kjör starfsmanna í sláturtíðinni á Kópaskeri í haust. Aðilar hafa gert með sér samning á hverju ári um kjör og aðbúnað starfsmanna. Það er til mikillar fyrirmyndar að Fjallalamb skuli leggja áherslu á að viðhalda samningnum og gefa starfsmönnum og þar með Framsýn möguleika á að koma með breytingar  á samningnum enda sé talin ástæða til þess á hverjum tíma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalsteinn Árni og Björn Víkingur handsöluðu samninginn í dag eftir viðræður/samræður síðustu daga.

Deila á