30 ára afmæli Framhaldsskólans á Húsavík

Föstudaginn 15. september varð Framhaldsskólinn á Húsavík 30 ára. Í tilefni af því var blásið til afmælishátíðar þar sem skólinn var opnaður almenningi. Nemendur sýndu hvað þeir væru að bauka í skólanum um þessar mundir, boðið var upp á myndasýningar frá starfi skólans síðustu 30 ár og gestum boðið upp á veitingar. Einnig var stutt formleg dagskrá með erindum forsvarsmanna skólans og annarra velunnara. Einnig var boðið upp á tónlistaratriði.

Eftirfarandi myndir voru teknar á meðan hátíðarhöldunum stóð.

Deila á