Hvað er að frétta?

Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun. Að sjálfsögðu voru málefni héraðsins tekin til umræðu s.s. staða sveitarfélaga, umhverfismál og uppgangurinn í atvinnulífinu svo ekki sé talað um framkvæmdirnar sem tengjast uppbyggingu PCC á Bakka.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alltaf ánægjulegt að fá góða gesti í heimsókn, hér er sveitarstjóri Skútustaðahrepps á tali við starfsmenn stéttarfélaganna og Magnús Þorvaldsson sem starfar hjá VÍS á Húsavík.

Deila á