Allt á fullu í Vaðlaheiðargöngum

Talsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum eru á ferð og flugi um félagssvæðið þessar vikurnar og hafa fjölmargir vinnustaðir verið heimsóttir. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr góðu samstarfi við félagsmenn og atvinnurekendur á svæðinu. Þá er mikið um að talsmenn fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga leiti eftir upplýsingum frá stéttarfélögunum um réttindi á vinnumarkaði. Starfsmenn eru jafnframt duglegir við að hafa samband og óska eftir vinnustaðafundum með talsmönnum stéttarfélaganna. Einn slíkur fundur var haldin í vikunni með starfsmönnum Vaðlaheiðargangna en þeir óskuðu eftir fundi með formanni Framsýnar til að fara yfir sýn mál. Að sjálfsögðu var orðið við þeirri beiðni og fóru starfsmenn Framsýnar til fundar við starfsmenn í göngunum. Fundurinn gekk vel, nokkrar ábendingar komu fram frá starfsmönnum um réttindi og kjör sem unnið verður með á næstu vikum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Talsmenn stéttarfélaganna á Húsavík hafa áður fundað með starfsmönnum Vaðlaheiðargangna. Þessi mynd var tekin við það tækifæri þegar fundað var með erlendum starfsmönnum á vaktaskiptum. Í vikunni var hins vegar fundað með íslenskum starfsmönnum að mestu.

Deila á