Undanfarin misseri hafa staðið yfir framkvæmdir við Goðafoss. Eins og flestir vita er Goðafoss afar vinsæll áfangastaður ferðamanna. Kominn var tími á að bæta aðstöðu fyrir gesti en aðstæður við fossinn voru ekki taldar viðundandi nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað ákaflega mikið síðustu árin.
Meðfylgjandi myndir af framkvæmdunum og aðstöðunni tók Helga Erlingsdóttir og veitti góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þeirra.