Yfir 11 milljónir í starfsmenntastyrki til félagsmanna

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2016 fengu 271 félagsmenn greiddar kr. 11.548.910,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2015 var kr. 12.807.117,-.

Námsstyrkir árið 2016 skiptast þannig milli sjóða:

183 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt kr. 7.513.132,-.

7 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr.    336.365,-.

15 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr.    560.151,-.

35 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks kr. 1.553.355,-.

38 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 1.525.907,-.

Að auki fékk einn félagsmaður styrk úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 60.000,-.

Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.

Þá má geta þess að félagið leggur mikið upp úr heimsóknum í skóla með fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn, það er í vinnuskóla, grunnskóla og framhaldskóla á félagssvæðinu.

 

 

 

Deila á