Huld og Valdi í stjórn Lsj. Stapa

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit, miðvikudaginn 3. maí sl. Mæting á fundinn var góð og fór hann vel fram. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf.

Ágúst Torfi Hauksson, formaður stjórnar, fór yfir skýrslu stjórnar um starfsemi sjóðsins á árinu 2016. Þá fór Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri yfir ársreiknings sjóðsins og áritanir og gerði grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins. Var ársreikningur sjóðsins samþykktur samhljóða að yfirferð lokinni. Einnig kynntu Arne Vagn Olsen, fjárfestingarstjóri, og Jóna Finndís Jónsdóttir, áhættustjóri, fjárfestingar- og áhættustefnu sjóðsins.

Á fundinum voru lagðar fram breytingar sem stjórn gerði á árinu á samþykktum sjóðsins samkvæmt beiðni fjármálaráðuneytisins til að samræma þær lögum.

Á fundinum voru svo lagðar fram tillögur að breytingum á einstökum greinum samþykkta sjóðsins og gerði Jóna Finndís Jónsdóttir, áhættustjóri, grein fyrir þeim. Allar breytingar voru samþykktar.

Gert var grein fyrir starfskjarastefnu sjóðsins en hún er óbreytt frá síðasta ári og var samþykkt.

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs skipa í dag:

Frá launamönnum:

Huld Aðalbjarnardóttir (formaður), Sverrir Mar Albertsson, Tryggvi Jóhannsson og Þórarinn Sverrisson. Varamenn: Erla Björg Guðmundsdóttir, Heimir Kristinsson og Sigríður Dóra Sverrisdóttir,

Frá launagreiðendum:

Erla Jónsdóttir (varaformaður), Ágúst Torfi Hauksson, Kristín Halldórsdóttir og Valdimar Halldórsson. Varamenn: Auður Anna Ingólfsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir.

Þá var samhljóða samþykkt tillaga að Deloitte ehf. sem löggiltum endurskoðanda sjóðsins og einnig tillaga að hækkun stjórnarlauna frá síðasta ári, í samræmi við hækkun launavísitölu.

Undir liðnum önnur mál fór Jóna Finndís yfir ýmsa þætti tengda tryggingavernd.

Eins og sjá má hér að ofan tók Huld Aðalbjarnardóttir starfsmaður Skrifstofu stéttarfélaganna við stjórnarformennsku í sjóðnum auk þess sem Valdimar Halldórsson kom nýr inn frá Samtökum atvinnulífsins. Valdi er forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík.

Gögn frá ársfundinum:

Deila á