Verkalýðsmál til umræðu á Akureyri

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar og Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar voru gestir á fundi VG á Akureyri á mánudagskvöldið 1. maí. Umræðuefnið var staða verkalýðshreyfingarinnar og samskipti sveitarfélaga og stéttarfélaga. Að sögn Aðalsteins var fundurinn mjög áhugaverður og miklar umræður sköpuðust um fundarefnið.

hatid0517 082

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Formaður Framsýnar lét sig ekki muna um að bruna til Akureyrar eftir hátíðarhöldin á Húsavík á baráttu- og hátíðardegi verkafólks til að taka þátt í fundinum sem hófst kl. 20:00 og stóð vel fram eftir kvöldi. Hér er hann í viðtali við Rás 1 rétt fyrir upphaf hátíðarhaldanna á Húsavík fyrr um daginn.

Deila á