Glæsileg hátíð í höllinni 1. maí 2017

Það verður mikið fjör í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí. Að venju bjóða stéttarfélögin upp á veglega dagskrá. Ræður dagsins verða á vegum heimamanna. Þá verður Söngfélagið Sálubót á svæðinu enda úr héraðinu. Lára Sóley og Hjalti koma brunandi frá Akureyri á heimaslóðir og taka lagið eins og enginn sé morgundagurinn. Þrír frábærir listamenn koma síðan fljúgandi úr Reykjavík til að skemmta gestum á Húsavík. Þetta eru þau Ari Eldjárn, einn okkar fremsti skemmtikraftur sem mun fara með gamanmál og söngdýfurnar Sigríður Beinteinsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir sem munu flytja atriði úr sýningunni um Ellý Vilhjálms sem notið hefur mikilla vinsælda. Að sjálfsögðu mun Steini Hall starta hátíðinni með lúðrablæstri. Hér má sjá dagskrána:

Hátíðardagskrá 1. maí 2017

Að venju standa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2017 kl. 14:00.

Dagskrá:

Ávarp: Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags

Hátíðarræða: Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar stéttarfélags

Sálubót: Söngfélagið Sálubót syngur nokkur lög. Stjórnandi Jaan Alavere

Undirleikur Jaan Alavere, Marika Alavere, Þórgnýr Valþórsson og Katla María Kristjánsdóttir

Söngur og grín: Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir spila og syngja þekkt dægurlög

Grín: Ari Eldjárn, einn okkar fremsti skemmtikraftur, skemmtir gestum með gamanmáli

Söngur og grín: Guðrún Gunnarsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir heiðra minningu Ellýjar Vilhjálms með því að syngja lögin hennar ásamt því að segja sögur af þessari merku konu

Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþjóðasöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar.

Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.

Þingeyingar og landsmenn allir, fjölmennum í höllina og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2017.

Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur – Þingiðn, félag iðnaðarmanna 11188178_951779424872972_2206845628478065165_n AriEldjarn_ZP7A3367 DST_4017 söngkonur 5 söngkonur

Deila á