Kallar á frekari skoðun

Rannsókn Háskólans á Akureyri vegna stöðu útlendinga á Norðurlandi þar sem gerður var samanburður á ýmsum búsettu skilyrðum á Akureyri, Dalvík og Húsavík hefur vakið nokkra athygli og verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðal þess sem kemur fram og viðkemur kjörum innflytjenda er að kjörin séu lægst á Húsavík. Þessi niðurstaða kallar á skoðun hjá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum sem telja reyndar að um villandi framsetningu sé um að ræða. Samkvæmt athugun Framsýnar eru heildarlaun verkafólks á félagssvæðinu hærri á Húsavík en á Eyjafjarðarsvæðinu og nýleg samantekt staðfestir.

Samkvæmt könnun Háskólans á Akureyri segist yfir helmingur innflytjenda á Húsavík vera með á bilinu 100 til 300 þúsund krónur í laun á mánuði fyrir skatt. Launin voru mun hærri á Dalvík og Akureyri. Þar sögðust flestir vera með á bilinu 300 til 500 þúsund. Tæp 20 prósent á Akureyri voru með hærri laun en það, en undir tíu prósent á Húsavík og Dalvík.

Starfsmenn Framsýnar munu setjast yfir samantekt Háskólans varðandi kjaramálin og óska eftir fundi með þeim sem stóðu að rannsókninni gerist þess þörf eftir skoðun félagsins.

Hér má lesa umfjöllun RÚV um málið.

Hér er umfjöllun á síðu Háskólans á Akureyri um málið ásamt umfjöllun um erindi sem voru flutt fyrr í dag á ráðstefnu um innflytjendamál í skólanum.

Deila á