Í gær fimmtudaginn 7. apríl heimsótti Aðalsteinn J. Halldórsson, starfsmaður stéttarfélaganna Stórutjarnaskóla. Hann flutti erindi fyrir 9. og 10. bekk um tilgang stéttarfélaga og starfsemi þeirra. Að því loknu svaraði hann spurningum viðstaddra. Að lokum fengu krakkarnir gefins húfur með merki Þingiðnar sem kemur sér vel núna þegar veturinn er kominn aftur.
Erindi sem þetta eru mikilvæg fyrir þennan aldurshóp sem senn tekur sín fyrstu skref á atvinnumarkaði. Sum þeirra höfðu reyndar þegar fengið smjörþefinn af vinnumarkaðnum enda mikil þörf á vinnuafli um þessar mundir og ungir krakkar oft byrjuð að vinna á almennum vinnumarkaði fyrr en verið hefur.
Ósk Helgadóttir, varaformaður Framsýnar tók meðfylgjandi myndir.