,,,menn verða að þora að þora sagði framkvæmdastjóri Norðursiglingar á góðum fundi um atvinnumál,,,

Framsýn stóð fyrir áhugaverðum fundi í gær um atvinnumál. Gestur fundarins var Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík.

Guðbjartur fór yfir starfsemi fyrirtækisins sem hefur vaxið hratt á undanförum árum. Guðbjartur spáði því að svo yrði áfram enda almennt mikil vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi. Norðursigling væri þegar með öfluga starfsemi á Húsavík auk þess sem fyrirtækið væri að prófa sig áfram með starfsemi á Grænlandi, Noregi og á Hjalteyri við Eyjafjörð hluta úr ári. Með þessari útrás væri Norðursigling að dreifa áhættunni í rekstrinum. Hann nefndi þó nokkrar ógnanir við hvalaskoðun frá Húsavík s.s. fækkun hvala í flóanum, utanaðkomandi samkeppni, gengisþróun, breytt hegðun ferðamanna, náttúruhamfarir og breytingar á lögum og reglugerðum.

Norðursigling ehf, var stofnuð af tveimur bræðrum, Herði og Árna Sigurbjarnarsonum árið 1995. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið byggt upp með sjálfbærni og strandmenningu að leiðarljósi, síðan eru liðin rúmlega 20 ár. Í dag telur skipafloti félagsins 10 skip þar af 4 skútur. Mikil vöxtur hefur orðið til þess að fyrirtækið hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Á árinu 2016 var starfsmannafjöldi í heildina með mötuneyti Gamla bauks á Bakka yfir 150 starfsmenn. Þá má geta þess að fyrirtækið breytist úr því að vera stórt fjölskyldufyrirtæki í hlutafélag í lok árs 2015 þegar Eldey ehf. gerðist hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtækið breytist úr því að vera Norðursigling ehf. í Norðursigling hf. Að sjálfsögðu er alltaf ánægjulegt þegar fjárfestar sjá tækifæri í því að fjarfesta í innviðum samfélagsins á Húsavík enda sé markmiðið að efla starfsemina á svæðinu.

Á fundinum í gær komu fram mikið af athyglisverðum upplýsingum.

nordursigling0317 023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvalaskoðun frá Húsavík hefur stóraukist frá árinu 1995 þegar um 1.500 gestir fóru í hvalaskoðun. Á síðasta ári fóru hins vegar um 110.500 gestir í hvalaskoðun, sjá meðfylgjandi súlurit:

nordursigling0317 014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innan samstæðu Norðursiglingar hf. eru eftirfarandi fyrirtæki:

nordursigling0317 016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá hafa orðið breytingar á eigendum Norðursiglingar hf. sem eru um þessar mundir:

nordursigling0317 018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirtækið hefur staðið fyrir miklum fjárfestingum:

nordursigling0317 019

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfsemi samstæðu Norðursiglingar hf:

nordursigling0317 020

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsmannafjöldinn hefur aukist og aukist ár frá ári. Ein villa er í tölunni, hjá Húsavíkurslipp ehf. störfuðu 15 starfsmenn árinu 2016 og 6 á árinu 2013. Guðbjartur lagði áherslu á að gott starfsfólk væri ekki síst lykillinn að uppgangi fyrirtækisins á liðnum árum:

nordursigling0317 037

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjóböðin, sóknartækifæri. Fram kom að framkvæmdir hefjast við sjóböðin á Húsavíkurhöfða í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta. Norðursigling er hluthafi í verkefninu. Búist er við 100.000 gestum á fyrsta ári og heildarkostnaður við fyrsta áfanga verði um 500 til 600 milljónir. Áætlanir gera ráð fyrir að sjóböðin verði opnuð vorið 2018.

nordursigling0317 041

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðbjartur lagði mikið upp úr mikilvægi þess að hafa gott starfsfólk við störf hjá fyrirtækinu.

nordursigling0317 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nordursigling0317 045

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nordursigling0317 029

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nordursigling0317 027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir framsögu Guðbjarts urðu líflegar umræður um starfsemi Norðursiglingar og almennt uppbyggingu á ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Menn voru sammála um eins og einn ágætur fundarmaður orðaði það ,,við erum með perlufesti af náttúruperlum,, Fundarmenn voru sammála um að Þingeyingar hefðu forskot á flesta aðra landshluta þegar kæmi að áhugaverðum stöðum til að skoða. Í lok fundar þakkaði formaður Framsýnar Guðbjarti fyrir áhugavert erindi og fundarmönnum fyrir komuna og áhugaverðar umræður um atvinnumál.

 

 

 

Deila á