5,5 milljónir greiddar í verkfallsbætur

Stjórn Vinnudeilusjóðs Framsýnar kom saman til fundar í gær til að úthluta verkfallsbótum til sjómanna í Sjómannadeild Framsýnar vegna febrúar. Alls bárust 32 umsóknir um verkfallsbætur en verkfalli sjómanna lauk þann 20. febrúar. Upphæð verkfallsbóta til þessara 32 sjómanna nam 5,5 milljónum fyrir febrúar. Sjómenn innan félagsins höfðu áður fengið 7,7 milljónir í verkfallsbætur fyrir janúar. Samtals greiðslur til sjómanna innan Sjómannadeildar Framsýnar námu því í heildina um 13 milljónum. Til fróðleiks má geta þess að Framsýn greiddi sjómönnum innan félagsins hærri verkfallsbætur en almennt gerist meðal sjómannafélaga innan Sjómannasambands Íslands.

Gamli tíminn_0022

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í heildina fengu sjómenn innan Framsýnar greiddar um 13 milljónir í verkfallsbætur fyrir janúar og febrúar.

Deila á