Hefur þú tillögur að fundarefni?

Síðasta vetur stóð Framsýn fyrir nokkrum opnum fundum um mikilvæg málefni í okkar samfélagi og voru fundirnir almennt mjög vel sóttir. Í vetur er hugmyndin að standa fyrir nokkrum slíkum fundum. Þegar eru fjórir fundir á dagskrá, byrjað verður á fundi um málefni eldra fólks um næstu helgi en málefni þeirra hafa verið mikið í umræðunni undanfarið þar sem þessi hópur telur sig ekki verðskulda það sem þau eiga skilið. Sá fundur verður haldinn næsta laugardag. Í næstu viku verður síðan væntanlega opinn fundur um starfsemi Norðursiglingar á Húsavík. Fulltrúar frá fyrirtækinu munu koma og gera grein fyrir þeim mikla vexti sem verið hefur í starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum. Síðan eru tveir fundir á teikniborðinu er varða annars vegar landbúnaðarmál og hins vegar efnahagsmál. Ef þið lesendur góðir hafið góðar hugmyndir handa okkur varðandi fundarefni eruð þið vinsamlegast beðin um að koma þeim á framfæri við formann Framsýnar, Aðalstein Árna, á netfagnið kuti@framsyn.is

Deila á