Grái herinn hnyklar vöðvana- opinn fundur um málefni eftirlaunafólks á vegum Framsýnar

Framsýn stéttarfélag stendur fyrir opnum fundi um málefni eftirlaunafólks laugardaginn 4. mars. Fundartími: 11:00 til 13:00. Gestir fundarins verða  Helgi Pétursson sem kenndur er við Ríó Tríó. Helgi mun fjalla um kjör eldri borgara og baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og virðingu. Þá mun María Axfjörð fjalla um störf aldraðra en María er Húsvíkingur. Hugsanlega verður einn frummælandi til viðbótar en það mun skýrast á næstu dögum. Þá mun Anna Rúna Mikaelsdóttir formaður Félags eldri borgara á Húsavík segja aðeins frá starfi félagsins. Fundurinn verður nánar auglýstur á heimasíðu stéttarfélaganna www.framasyn.is og í næstu Skrá. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á fundinn enda mikilvægt að fólk á eftirlaunum standi vörð um sín hagsmunamál.  Vonandi sjáumst við sem flest á fundinum.

Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga

Deila á