Lögreglan kölluð til á Húsavík

Atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasambands Íslands lauk meðal  sjómanna innan Framsýnar kl. 17:00 í dag. Upp úr því hófst talning atkvæða. Lögreglumenn frá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sáu um talninguna sem nú er lokið og hefur niðurstöðunni verið komið til Ríkissáttasemjara en talning atkvæða frá aðildarfélögum Sjómannasambandsins hefst hjá embættinu á næstu klukkutímum, það er eftir að kjörstöðum verður endanlega lokið hjá aðildarfélögum Sjómannasambandsins. Reikna má með að endanleg úrslit liggi fyrir eftir kl. 20:00 í kvöld.

logreglan0217 007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ingvar Berg Dagbjartsson varðstjóri og Guðmundur Helgi Bjarnason sáu um talningu atkvæða í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasambands Íslands sem lauk meðal sjómanna innan Framsýnar síðdegis í dag. Þar sem ekki tókst að koma kjörgögnunum til Ríkissáttasemjara fyrir kl. 20:00 í kvöld var lögreglan á Húsavík fengin til að telja atkvæðin og koma úrslitunum til Ríkissáttasemjara.

Deila á