Um 20.000 farþegar um Húsavíkurflugvöll

Um tuttugu þúsund farþegar hafa farið um Húsavíkurflugvöll á árinu 2016 sem er veruleg fjölgun frá fyrri árum sem er afar gleðilegt. Fulltrúar Framsýnar fögnuðu þessum merkilega áfanga í dag með starfsmönnum á Húsavíkurflugvelli og tveimur flugmönnum hjá Flugfélaginu Erni sem voru staddir á vellinum þegar fulltrúar félagsins komu færandi hendi með tertu og konfekt handa starfsmönnum flugvallarins. Sjá myndir:

ernir1216-004ernir1216-009ernir1216-001

 

Deila á