Flugslysaæfing á Þórshafnarflugvelli

Nú í haust var haldin stór flugslysaæfing á Þórshafnarflugvelli þar sem um 60 manns tóku þátt. Þar var sett á svið flugslys þar sem 33 sæta flugvél átti að hafa farist með 26 manns innanborðs. Þetta var mjög krefjandi verkefni en góð æfing sem reyndi á marga þætti.

Ísavia heldur svona stórar æfingar á 4 ára fresti og er þetta mikilvægur þáttur í þjálfun björgunarfólks á svæðinu.

Þeir sem tóku þátt í æfingunni vor Slökkvilið Langanesbyggðar, Björgunarsveitin Hafliði, Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Hafliða, Björgunarsveitin Vopni, Lögreglan, Rauði Krossinn í Þingeyjarsýslum, vettvangsliðar og björgunarfólk úr Öxafirði, starfsfólk Heilsugæslunnar, sjúkraflutningamenn og flugvallarstarfsmenn.

Voru það ráðgjafar frá Isavía, Landspítala, Rauðakrossinum, almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra sem settu upp æfinguna og voru skipuleggjendum innan handar. Þá tók Landhelgisgæslan þátt í æfingunni með því að senda þyrlu á vettvang.

Eftir æfinguna var komið saman og farið yfir það sem mátti betur fara enda æfingin haldin til að læra af henni.

Óhætt er að segja að æfingin hefi gengið vel en svona æfingar nýtast öllum þeim sem koma að einhverskonar hópslysum. Eru æfingar sem þessar því mjög mikilvægar og eru þeir sem tóku þátt í æfingunni eru því reynslunni ríkari. (Meðfylgjandi myndir tók Gréta B. Jóhannesdóttir)039 011 004

Deila á