Jólalegt hjá pólskum fjölskyldum

Pólskar fjölskyldur sem búsettar eru í Þingeyjarsýlum komu saman í fundarsal stéttarfélaganna á laugardaginn og héldu jólahátíð, börnin fengu gjafir og jólasveinninn kom alla leið frá Póllandi til að heilsa upp á ungu kynslóðina sem kunni vel að meta heimsóknina. Um var að ræða samstarfsverkefni Pólverja sem búa á svæðinu og Framsýnar sem lagði til húsnæði, hátíðartertu og kaffiveitingar. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel og voru gestir almennt ánægðir með gleðskapinn, sjá myndir:

polskjol1216-003polskjol1216-004polskjol1216-005polskjol1216-007polskjol1216-010

Deila á