Toggi Sigurjóns gefur út geisladisk

Höfðinginn, Þorgrímur „Toggi“ Sigurjónsson hefur gefið út disk með nokkrum völdum lögum eins og Capri Kararína, Anna í Hlíð, Sem lindin tær og Danny Boy. Þorgrímur er fæddur 9. desember 1933 á Húsavík og hefur lengi haft áhuga fyrir góðri tónlist. Toggi spilar á munnhörpu og Knútur Emil Jónasson á gítar. Arngrímur Arnarson sá um hönnun og uppsetningu á plötuumslaginu. Alls eru 10 lög á geisladisknum sem nefnist Yfir borðið. Toggi sér að mestu sjálfur um söluna á disknum en sagði að menn gætu nálgast hann hjá versluninni Tákn, Toppnum(Gumma rakara) og þá skyldi hann eftir nokkur eintök á Skrifstofu stéttarfélaganna til sölu fyrir áhugasama. Það er full ástæða til að óska Togga og Knúti til hamingju með nýja diskinn um leið og skorað er á fólk að kaupa hann enda vandaður diskur með fallegum lögum.

Deila á