Jarmað á Raufarhöfn

Það var bæði jarmað og hlegið á Hrútadeginum á Raufarhöfn sem fram fór síðasta laugardag. Að venju var mikið lagt upp úr deginum sem var hinn skemmtilegasti í alla staði. Veðrið frábært og virkilega góður andi ríkjandi á svæðinu. Þó nokkuð af hrútum voru seldir á staðnum og greiddu kaupendur allt að kr. 62.000 fyrir kosta gripi. Til viðbótar var m.a. boðið upp á veitingar, sölu á minjagripum, kjötmat, smölun með smalahundum og stigvélakast sem Sveinn Aðalsteinsson sigraði en hann keppti fyrir Húsavík og fékk hann pela með vönduðu víni í verðlaun. Logi Bergmann fjölmiðlamaður stjórnaði samkomunni eins og hann hefði aldrei gert annað um daganna. Níels Árni Lund frá Miðtúni var honum til aðstoðar við hrútauppboðið. Sjá myndir:hrutadagur1016-069

hrutadagur1016-035hrutadagur1016-036hrutadagur1016-042hrutadagur1016-044hrutadagur1016-045hrutadagur1016-048hrutadagur1016-053hrutadagur1016-064hrutadagur1016-059hrutadagur1016-068hrutadagur1016-072hrutadagur1016-080hrutadagur1016-040hrutadagur1016-103hrutadagur1016-097

Deila á