Fyrir nokkrum dögum voru starfsmenn stéttarfélaganna á leið á Þeistareyki til að funda með verktökum á svæðinu. Það beið þeirra óvæntur glaðningur skammt frá orkuverinu sem nú er í byggingu. Þar voru á ferðinni nokkrir gangnamenn úr Aðaldal sem voru að safna saman fé sem eftir hafði orðið í fyrri göngum. Óhætt er að segja að þeir hafi verið heppnir með veður en þetta var með eindæmum fallegur dagur.
Eitthvað var þó ekki að falla með þeim þar sem Benedikt Kristjánsson, bóndi á Hólmavaði, hafði á orði að „Allir væru búnir á því, hestar, hundur og menn‟. Starfsmenn stéttarfélaganna töldu þó að ósprungið væri á Hilux-bifreiðinni sem var á staðnum.