Húsnæðismál til umræðu á fundi Framsýnar

Framsýn og Þingiðn stóðu fyrir fundi um húsnæðismál á félagssvæðinu en mikil vöntun er á húsnæði, ekki síst leiguhúsnæði á Húsavík. Félagið bauð fulltrúum sveitarfélaga að sitja fundinn sem fram fór í gær ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Aðeins fulltrúar frá Norðurþingi sáu ástæðu til að taka þátt í fundinum frá sveitarfélögum. Góðar umræður urðu um málefni fundarins og tilgang Alþýðusambandsins með stofnun húsnæðissamvinnufélags sem ætlað er að koma að byggingu leiguhúsnæðis fyrir lágtekjufólk ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Því miður virðist sem það verði ekki auðvelt að koma slíku leigukerfi í gang á landsbyggðinni en heimamenn eru staðráðnir í að vinna áfram að málinu enda mikilvægt að takist að hefja uppbyggingu á húsnæði í sveitarfélaginu þar sem þörf er fyrir um 100 nýjar íbúðir á Húsavík þar sem spáð er töluverðri íbúa fjölgun á svæðinu er tengist mikilli atvinnuuppbyggingu á stór Húsavíkursvæðinu.aasi0916-005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gylfi Arnbjörnsson fór yfir hugmyndir ASÍ með stofnun félags sem ætlað er að koma að byggingu leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir lágtekjufólk. Svo virðist sem kerfið gangi ekki upp á Húsavík.

aasi0916-021

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sveitarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon og Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar voru meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum.

Deila á