Frá Þórshöfn

Hollvinasamtök Grunnskólans á Þórshöfn stóðu fyrir söfnun í septemberbyrjun til að fjármagna kaup á námstengdum spilum og öðru afþreyingarefni fyrir nemendur skólans. Í sumar þurfti að henda öllu slíku efni vegna myglusvepps sem upp kom í húsnæðinu. Samfélagið brást mjög vel við og söfnuðust 390 þúsund krónur frá fyrirtækjum og einstaklingum, ásamt nokkrum nytsamlegum gjöfum sem allt mun koma að góðum notum fyrir nemendur skólans. Hollvinasamtökin þakka fyrir góðar kveðjur og framlög frá einstaklingum. Einnig fá eftirtalin fyrirtæki sérstakar þakkir fyrir veittan stuðning: Dawid smidur ehf, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Bílaleiga Akureyrar, Gistiheimilið Lyngholt, Geir ÞH 150, Landsbankinn hf, Samkaup Strax, Þekkingarnet Þingeyinga, Vanda ehf, Berg Íslensk hönnun og Snyrtistofa Valgerðar. Börnin í yngstu bekkjunum tóku á móti fulltrúum Hollvina, þau voru heldur fín og segja TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR.

022 027

Deila á