Fjórða þing ÁSÍ-UNG

Föstudaginn 23. september verður haldið fjórða þing ASÍ-UNG en þingið sækja þeir sem eru 35 ára og yngri og eru í aðildarfélögum ASÍ. Þingið verður haldið í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27.

Á þinginu verður farið yfir stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði sem og samtvinningu vinnu og fjölskyldulífs. Einnig ætlar hópurinn að rýna í stöðu ungs fólks innan hreyfingarinnar og hvernig virkja má hóp 35 ára og yngri betur.

Aðalbjörn Jóhannsson verður fulltrúi Framsýnar á þinginu.

Deila á