Kjarasamningar á prentformi

Allir helstu kjarasamningar Framsýnar eru nú tilbúnir á prentuðu formi. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur Framsýnar og SA, samningur Framsýnar við Bændasamtök Íslands, samningur Framsýnar við Landssambands smábátaeigenda og nú síðast kom samningur Framsýnar við ríkið úr prentun. Nú vantar aðeins prentútgáfu af samningnum við Samband íslenskra sveitarfélaga, hann er væntanlegur fljótlega

Félagsmenn geta nálgast samningana á Skrifstofu stéttarfélaganna. Samningarnir eru einnig til á heimasíðu stéttarfélaganna á rafrænu formi.

Deila á