Landsvirkjun hefur tekið upp keðjuábyrð. Þessu reglum er ætlað að tryggja að allir starfsmenn sem starfa fyrir Landsvirkjun óbeint, hvort sem það eru undirverktaka, starfsmenn starfsmannaleiga eða aðrir, fái kjör og réttindi í samræmi við lög og kjarasamninga.
Þetta tilkynnti fyrirtækið í gær.
Starfsmenn Framsýnar áttu fund í gær með Einari Erlingssyni, staðarverkfræðing Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Aðalsteinn Á. Baldursson notaði tækifærið og lýsti yfir mikilli ánægju með þessar nýju reglur og bað Einar fyrir góðar kveðjur í höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Væntingar standa til að fleiri stórir verkkaupar muni fylgja fordæmi Landsvirkjunar í kjölfarið. Nánar má lesa um þessar nýju reglur Landsvirkjunar hér.