Framsýn hefur ákveðið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal sjómanna á fiskiskipum innan Sjómannadeildar Framsýnar, það er undirmanna og vélstjóra á bátum fyrir ofan 15 brútto tonn. Á næstu dögum munu kjörgengir sjómenn fá frekari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna í pósti. Þeir sem telja sig hafa rétt til að kjósa en fá ekki kjörgögn í hendur í næstu viku eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Rétt er að taka fram að samningurinn nær ekki til sjómanna á smábátum.
Húsavík 13. september 2016
Sjómannadeild Framsýnar