Sláturtíð er hafin hjá Norðlenska

Þann 1. september hófst sláturtíð hjá Norðlenska á Húsavík. Um 190 manns koma að sláturtíðinni hér á Húsavík með einum eða öðrum hætti. Margir eru tímabundnu starfsmennirnir erlendir en alls má finna 15 þjóðerni á meðal starfandi fólks á staðnum.

Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar fer sláturtíðin ágætlega af stað. Vel gekk að manna sláturtíðina en það getur verið töluvert púsluspil. Það kemur sér vel í því samhengi að nokkuð stór kjarni starfsmannanna koma á hverju ári og sú er raunin í ár.

Sigmundur segir að meðalvigt sé í rúmu meðallagi það sem af er, en minnir á að einungis fáir dagar séu búnir og erfitt að fullyrða neitt um framhaldið í þeim efnum.

a-netid-2Hér má sjá einn ástsælasta innleggjanda Norðlenska, Gunnar Rúnar Pétursson frá Vogum í Mývatnssveit ásamt Halldóri Sigurðssyni, réttarstjóra.a-netid-3Kristján Gíslason sér um viðhald í sláturhúsi Norðlenska og því mikið að gera hjá honum þessa dagana.

Deila á