Stjórn Framsýnar, stéttarfélags fjallaði fyrir helgina um beiðni Einingar- Iðju um aukið samstarf stéttarfélaganna. Í bréfi Einingar- Iðju til Framsýnar kemur fram að áhugi sé innan félagsins að efla samvinnu þessara tveggja félaga á Norðurlandi.
Erindinu var mjög vel tekið af stjórn Framsýnar og var formanni falið að vera í sambandi við formann Einingar- Iðju með að koma á sameiginlegum fundi stjórna félaganna í haust þar sem málið verði til umræðu, það er hugsanlegt samstarf um viðfangsefni félaganna á hverjum tíma.