Fundað með lögreglunni

Að frumkvæði Framsýnar var haldinn fundur með lögreglunni til að fara yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagsvæðinu. Fundurinn var haldinn í vikunni. Framsýn hefur einnig talið ástæðu til að funda með ákveðnum verkkaupum og verktökum á svæðinu til að gera þeim sömuleiðis grein fyrir nokkrum málum sem félagið hefur verið að vinna að og mun taka föstum tökum svo farið sé að lögum og eftir ákvæðum kjarasamninga. Því miður hafa komið upp nokkur alvarleg mál í eftirlitsferðum Framsýnar um félagssvæðið á undanförnum vikum.

Deila á