Eining-Iðja óskar eftir auknu samstarfi

Nú klukkan 17:00 hefst stjórnarfundur hjá Framsýn. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings. Nokkur stór mál eru til umræðu s.s. aðkoma félagsins að Sparisjóði Þingeyinga, húsnæðismál á Húsavík, útgáfumál félagsins, launakjör aðila vinnumarkaðarins, fundir með lögreglu og verktökum á svæðinu og þá hefur verkalýðsfélagið Eining- Iðja óskað eftir auknu samstarfi félaganna. Reikna má með að fundurinn standi fram eftir kvöldi.

pcc0615 023

 

 

 

 

 

 

 

 

Það verður víða komið við á fundinum í kvöld enda mörg mál á dagskrá fundarins. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon bæjarstóri Norðurþings. Tilefnið er að ræða stöðu húsnæðismála á Húsavík og hugsanlegt samstarf Norðurþings og Framsýnar hvað það varðar.

Deila á