Stjórn Framsýnar fundar á miðvikudaginn

Það verður lítið um sumarfrí hjá stjórnendum Framsýnar í sumar. Boðað hefur verið til fundar á miðvikudaginn til að fara yfir nokkur mál sem bíða afgreiðslu félagsins. Sjá dagskrá fundarins:

1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Erindi frá Einingu-Iðju um samstarf
4. Fundur með lögreglunni
5. Aðkoma félagsins að Sparisjóði Þingeyinga
6. Erindi varðandi kaup á íbúð
7. Erindi varðandi uppbyggingu á Raufarhöfn
8. Leiga á íbúð fyrir félagsmenn á Spáni
9. Launakjör aðila vinnumarkaðarins
10. Framsýn-ung: Fundargerð
11. Samkomulag við RSÍ
12. Útgáfa bæklinga
13. Samstarf félagsins við VÞ
14. Þing ASÍ í haust
15. Önnur mál

Deila á