Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er hafin. Sjómenn innan Framsýnar sem starfa eftir samningnum við fiskveiðar eiga að hafa fengið kjörgögn í hendur. Þeir sem telja sig hafa rétt til að kjósa en hafa ekki fengið kjörgögn í hendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Rétt er að taka fram að samningurinn nær ekki til sjómanna á smábátum. Sjómannadeild Framsýnar