Áfram Ísland – hlýjar kveðjur berast víða að

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur árangur Íslands í Evrópumótinu í fótbolta vakið mikla athygli víða um heim. Það er að smáþjóð skuli ná þessum merkilega árangri í knattspyrnuvellinum. Verkalýðsforingjar og starfsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum hafa verið duglegir við að senda starfsmönnum Framsýnar baráttukveðjur, það er fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Hér má smá eitt af þessum bréfum sem barst formanni Framsýnar í gærkvöldi frá Ingeborg Vinther sem lengi var í forystu verkafólks í Færeyjum en hefur nú látið af störfum. Full ástæða er til að þakka félögum okkar á Norðurlöndunum fyrir magnaðar kveðjur.
Góði Aðalsteinn,
Nú er langt síðan je havi haft samband við teg.
Fyrst hjartans kvæðir til allir Íslendingar við tí
Flotta úrslitið frá Landsliðinum je var so stolt av ìslandi
og tað sama vóru øll her heima hjá okkum hald áfram Ísland
flott flott eitt spennandi kvøld.
Je og maðurin hava tað gott,nok at gera eru frísk og røsk.
Ì kvøld hava allir Íslendingar tað gott,,fantastisk sum Ìslendska liði
kláraði seg gott.
Hevur tú tað gott og hvussu gongur tað?
Vóni tú skilir tað eg havi skriva,heilsa teimum eg kenni.
Kærar kveðir
Ingeborg Vinther.

 

Deila á