Framsýn stóð fyrir kaffiboði á Raufarhöfn á föstudaginn eftir hádegið. Félagið hefur gert þetta í nokkur ár, það er föstudaginn fyrir Sjómannadaginn. Um 130 manns komu og þáðu veitingar í frábæru veðri. Reyndar eru heimamenn farnir að tala um að Framsýn stjórni veðrinu enda alltaf gott veður þegar félagið heldur sitt árlega kaffiboð. Formaður og varaformaður Framsýnar voru á staðnum auk Svövu Árna og Jónu Matt sem báðar eru í stjórn félagsins. Þau ásamt aðstoðarfólki á Raufarhöfn sáu til þess að allt færi vel fram. Sjá myndir sem teknar voru úr boðinu: