Kynningarfundur – áfram félagsliðar

Þessa dagana eru stjórnarmenn í Félagi íslenskra félagsliða á fundaherferð um landið. Markmið kynningarfundanna er m.a.að kanna frekari vilja félagsliða til þess að stofna stéttarfélag auk þess að kynna félagið, bæði fyrir félagsmönnum og öðrum félagsliðum.
Fimmtudaginn 9. júní er röðin komin að Húsavík og blása félagsliðar til fundar kl. 12 í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Mikilvægt er að sem flestir mæti. Sýnum samstöðu og látum okkur mikilvæg störf og hagsmuni félagsliða varða.

Deila á