Eins og margir vita þá hafa viðtökurnar við sölu flugmiða á Skrifstofu stéttarfélaganna verið með eindæmum góðar. Hingað á skrifstofuna er stöðugur straumur fólks með það erindi að kaupa flugmiða. Dæmi eru um að heildarsala á degi hverjum sé í kringum hálfa milljón króna.
Nú hefur Flugfélagið Ernir kynnt til sögunnar nýtt bókunarkerfi sem félagsmenn munu hér eftir nota í kaupum sínum á flugi á vegum stéttarfélaganna. Í stað þess að hringja í flugfélagið og panta flug fyrirfram og kaupa svo miða á Skrifstofu stéttarfélaganna, á fólk að koma beint til okkar á skrifstofuna, kaupa farið og fá í hendur kóða. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” í „tegund flugmiða”og slær inn kóðann sem það fékk á Skrifstofu stéttarfélaganna og borgar því fyrir farið með kóðanum.
Bókanir munu því fara í gegnum vefsíðu félagsins í stað þess að hringja eins og gert var áður. Þetta mun skila hagræði fyrir alla aðila.
Rétt er að taka frá 1. júní þarf að greiða 2500 krónur í bókunargjald ef fólk bókar í gegnum flugfélagið Erni og 3500 krónur ef fólk þarf að breyta flugi. Þessar 2500 krónur þarf ekki að greiða bóki fólk sjálft með kóða frá Skrifstofu stéttarfélaganna.