ASÍ hefur gefið út einblöðung sem ætlaður er atvinnurekendum sem hafa hug á ráðningu erlends starfsfólks. Þar er farið yfir ýmiss atriði sem verður að hafa í huga eins og skráningu erlends starfsfólks, sjúkratryggingar þess og rétt til þeirra, hvernig ráðningarsamning skal háttað, skyldur starfsmannaleigna, vikurkenningu á erlendri starfsmenntun og fleira í þessum dúr.
Einblöðungurinn er greinagott yfirlit fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á erlendu starfsfólki og ætti að nýtast vel. Hann má nálgast hér.