Barist með tertur í ófærðinni

Fulltrúar stéttarfélaganna tóku daginn snemma og heimsóttu vinnubúðir starfsmanna á Þeistareykjum, Bakka og Höfða á Húsavík í dag. Eins og fram kom á heimasíðunni í gær voru starfsmenn Vaðlaheiðagangna heimsóttir og þeim færðar tertur í hádeginu í gær. Alls hafa um 300 starfsmenn þegið tertur í boði félaganna. Almenn ánægja var með framtak félaganna. Leiðindaveður og ófærð var í morgun þegar haldið var upp á Þeistareyki með terturnar en menn gáfust ekki upp og skiluðu þeim á leiðarenda við mikinn fögnuð starfsmanna á vinnusvæðinu. Sjá myndir:

hatidmai0416 026hatidmai0416 004hatidmai0416 008hatidmai0416 006hatidmai0416 015hatidmai0416 013hatidmai0416 021hatidmai0416 096hatidmai0416 111hatidmai0416 104hatidmai0416 093

Deila á