Formanni Framsýnar var boðið í gær að heimsækja fiskverkun GPG á Húsavík sem er með öflugri vinnustöðum á Húsavík. Vinnslan var skoðuð auk þess sem formaður sat fyrir svörum á fundi með starfsmönnum. Um þessar mundir starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu á Húsavík, það er í landvinnslu. Fyrirtækið er einnig með starfstöðvar á Snæfellsnesinu og á Raufarhöfn auk þess að halda úti útgerð. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni.